Tjaldsvæði

CJA tjaldsvæði er ólíkt öllum öðrum tjaldsvæðum á Íslandi. Hverjum hópi gesta er leigt afmarkað svæði á bilinu 80 til 160 fermetrar að stærð.

Svæðin eru afmörkuð hvert frá öðru með gróðri, skjólbeltum.
  • Tjaldsvæðið er opið allt árið um kring og opnaði í júlí 2011.
  • Fyrstu 11 árin var það rekið af Lífsmótun, sjálfseignarstofnun.
  • Undirbúningur hófst árið 2004 þegar gamalt tún var plægt upp, sáð í að nýju og skjólbeltin gróðursett.

Í hlíðinni fyrir ofan tjaldsvæðið er útivistarskóglendi Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga. Síðsumars má tína þar bæði ber og sveppi.

Engir eiginlegir merktir göngustígar liggja um skóglendið en fjölmarga vegslóðar sem vel má nýta til þess arna.