Þjónusta

Aðkoma og umferð til og frá Hjalla er vöktuð með myndavélum. Tjaldsvæðið vöktum við hjónin í eigin persónu eða aðrir á okkar vegum alla daga ársins, allan sólarhringinn með örfáum, stuttum óreglulegum undantekningum.

Móttakan er gluggi og snjalldyrabjalla. Það er enginn formlegur opnunartími en frá kl 8 að morgni til 22 að kvöldi komum við annað hvort í gluggann ef bjöllunni er hringt eða svörum henni.

Þjónusta á tjaldsvæðum er eins og gefur að skilja nokkuð árstíðabundin eða háð veðri. Við reynum ávallt að veita eftirfarandi fulla þjónustu.

  • Afmörkuð svæði á grasi með skjólbeltum.
  • Upphituð baðherbergi; vatnssalerni, heit sturta og handlaug.
  • Lítil setustofa.
  • Einföld eldunar- og uppvöskunaraðstaða í óupphituðu rými.
  • Þvottavél og þurrkari.
  • Netsamband (í og við þjónustuhúsnæði).
  • Vatnsslanga til að fylla á vatnstanka á húsbílum.
  • Seirulosunarstútur og vatnsslanga til að skola ferðaklósettkassa.
  • Við áskiljum okkur rétt til þess að loka fyrir þjónustu eða takmarka aðgengi á vissum tímum sólarhringsins, vegna þrifa, slæmrar umgengni, ónæðis eða annarra óviðráðanlegra þátta.