Gistiheimili

Við leigjum út stök herbergi með morgunverði í einbýlishúsi sem endurgert hefur verið sérstaklega í þessum tilgangi.

Í húsinu eru 2 hjónaherbergi, 1 tveggja manna herbergi og 1 þriggja mannaherbergi = 9 manns í 4 herbergjum
– Handlaug er inn á hverju herbergi.
– Sameiginlegt baðherbergi er með 2 klósettum og 1 sturtu.

Gestir hússins hafa aðgang að verönd og sameiginlegri setustofu með hraðsuðukatli, te, kaffivél, ísskáp og örbylgjuofni.

Því miður getum við ekki boðið gestum aðgang að þvottavél eða eldhúsi.