Afþreying

Afþreying er af ýmsum toga og sumt er hægt að gera því sem næst óháð því hvar maður er staddur, eins og að lesa góða bók eða fara út á göngutúr.

Okkur finnst sjálfum umhverfi okkar fagurt og við njótum þess að fara út á göngu, að vetri líka á gönguskíði. Á haustin má tína ber, sveppi og fjallagrös og allt árið um kring er gott að heimsækja Sundlaugina á Laugum.

Of langt mál yrði að ætla að fara að telja hér upp allar þær fjölmörgu náttúruperlur sem eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Hjalla. Við gefum gestum okkar gjarnan upplýsingar og ráð varðandi það hvaða staði vert er að sjá hverju sinni í ljósi veðurs og aðstæðna en hér langar okkur að telja upp nokkra aðila sem bjóða upp á þjónustu í nágrenni við okkur og við mælum með.

  • Dalakofinn er veitingastaður og verslun á Laugum þar sem hægt er að versla helstu nauðþurftir. Boðið er upp á heitan rétt dagsins í hádeginu alla daga auk fjölbreyts úrval af matseðli. Þá mælum við líka sérstaklega með pizzunum í Dalakofanum sem þykja einstaklega ljúffengar.
  • Baðlónið í Mývatnssveit er að okkar mati góður áfangastaður, hvort heldur sem er til þess að baða sig eða bara njóta útsýnisins yfir Mývatn og fá sér létta máltíð.
  • Samgönguminjasafnið á Ystafelli í Köldukinn verða allir bílaáhugamenn að heimsækja – reglulega.
  • Grenjaðarstaður er mikið höfuðból og þar er bæði forvitnilegt að skoða kirkju og bæ jafnt að utan sem innan auk þess sem þar er lítill handverksmarkaður á sumrin sem selur ýmislegt forvitnilegt þingeyskt handverk.