Leiðarlýsing

GPS 65.70147, -17.349993

Hjalli í Reykjadal, Þingeyjarsveit, Suður-Þingeyjarsýslu er eingöngu 2 km frá Laugum.

Til að komast á Hjalla þarf að beygja af þjóðvegi 1 heim að Laugum (vegur 846). Eftir að komið er yfir brúna er beygt til hægri, ekið framhjá sundlauginni, upp brekku, aftur beygt til hægri inn á Hjallaveg og eknir 2 km á frekar mjóum en oftast þokkalegum malarvegi.

Á kortinu hér til hliðar má sjá vegalengdir frá Hjalla til Akureyrar (um Víkurskarð), Húsavíkur og að Mývatni.