Takk fyrir að velja CJA gistingu

Hafið í huga

  • Herbergi fást afhent í fyrsta lagi klukkan fjögur síðdegis á innritunardegi.
  • Hægt er að innrita sig fram til klukkan tíu að kveldi.
  • Á brottfarardegi skal yfirgefa húsið eigi síðar en klukkan ellefu fyrir hádegi.
  • Sá sem á bókaða gistingu en mætir ekki þarf að greiða fyrir samkvæmt þeim bókunarskilmálum sem þar voru gefnir upp.
  • Frestur til þess að afpanta gistingu kemur jafnframt fram í bókunarskilmálum og getur verið ýmist með 14 eða 3 daga fyrirvara.

Dvalið á Hjalla

  • Vinsamlega gangið ekki um húsið á útiskóm.
  • Húsið er reyklaus íverustaður.
  • Gestir eru beðnir að sýna hver öðrum og gestgjöfunum tillitssemi og virðingu.
  • Sérstök áhersla er lögð á góða næturró frá miðnætti til 7 að morgni.

Næring

  • Morgunmatur er innifalin þegar keypt er stakt herbergi og er frá átta til tíu nema um annað hafi verið samið. Engar máltíðir eru innifaldar þegar allt húsið er tekið á leigu.
  • Ekki er gert ráð fyrir að gestir taki neitt af morgunverðarborðinu umfram það sem þeir borða á staðnum í morgunmat.
  • Öll notkun á eigin eldunarbúnaði, s.s. gaseldarvélarhellu eða öðru slíku, er ekki heimil á gistiheimilinu.

Náttúra

  • Eigendur CJA gistingar leitast við að takmarka vistspor sitt og biðja gesti sína að taka þátt í því, til dæmis með því að flokka til endurvinnslu.
  • Gestum er frjálst að nota garðinn kringum gistiheimilið sem og þau garðhúsgögn sem þar eru.

Virðing

  • Tilkynna ber skemmdir á eigum CJA gistingar og bæta tjón. Búast má við því að stórfellt og/eða ótilkynnt tjón verði kært til lögreglu.

Húsráðendur og gestgjafar CJA gistingar áskilja sér rétt til þess að vísa þeim gestum burt sem sýna þeim og þessum húsreglum óvirðingu.