Við bjóðum gistingu
Við erum Cornelia & Aðalsteinn.
Við búum á bænum Hjalla í Reykjadal í Þingeyjarsveit.
Við erum með allt frá tjaldsvæði upp í fullbúna íbúð.
Áhersla okkar er á persónulega þjónustu.


um okkur
CJA er ekki mjög gagnsætt nafn en þar sem bæjarnafnið Hjalli er mjög algengt á Íslandi ákváðum við að nota það ekki til auðkenningar á ferðaþjónstufyrirtæki okkar. Fátt á Íslandi inniheldur eða byrjar á C en það gerir nafn annars okkar hjónanna. Það ætti að vera mjög auðvelt að finna hvort heldur sem er CJA camping eða CJA guesthouse í öllum helstu kortagrunnum og leiðsögutækjum. Nánari útskýringar á nafninu veitum við gjarnan í spjalli við þá gesti okkar sem sýna því áhuga.
valkostir í gistingu

Tjaldsvæði
Við erum með opið allt árið. Grasflatir okkar eru þær einu á landinu þar sem hver gestur fær sitt einkahólf. Á veturnar notumst við þó eingöngu við opin malarbílastæði.

Svefnpokagisting
Gestir á tjaldsvæðinu geta leigt sér lítið upphitað einkarými með rúmi til gistingar. Um er að ræða annars vegar kofa sem ég einkahólfi á flöt F3 og hins vegar litla tunnu sem er við þjónustuhúsið.

Gistiheimili
Á sumrin eru leigð út stök herbergi, samtals fjögur, með morgunverði. Á veturnar er húsið eingöngu leigt í heilu lagi með fullum aðgangi að eldhúsi en án morgunverðar.
Verðskrá 2026
Kaup í gegnum þriðja aðila geta leitt til hærra verðs.
Verð á tjaldsvæði
Svæði eða stæði
400 kr
Gistináttagjald
400 kr
Fullorðinn (18+ ára)
1.900 kr
Táningur (13 – 17 ára)
700 kr
Barn(0 – 12 ára)
0 kr
Rafmagnstengill
900 kr
Verð í svefnpokagistingu
Gistieiningin m/rafmagni
1.300 kr
Gistináttagjald
800 kr
Fullorðinn (18+ ára)
3.300 kr
Táningur (13 – 17 ára)
1.700 kr
Verð á gistiheimili (gistináttaskattur innifalinn)
Einstaklingsherbergi
17.500 kr
Hjónaherbergi
19.900 kr
Tveggja einstaklinga herbergi
21.000 kr
Þriggja einstaklinga herbergi
29.000 kr
Íbúð fyrir 1-4 einstaklinga
50.000 kr
Íbúð fyrir 5 einstaklinga
57.000 kr
Íbúð fyrir 6 einstaklinga
64.000 kr
Íbúð fyrir 7 einstaklinga
71.000 kr
Íbúð fyrir 8 einstaklinga
78.000 kr
Íbúð fyrir 9 einstaklinga
85.000 kr